Vinnuskóli 2013

Málsnúmer 201301102

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Vinnuskóli 2013. Verkefnastjóri umhverfismála kynnir hugmyndir að skipulagi og launakjörum.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 26.03.2013

Vinnuskóli 2013
Tillaga að breytingu á vinnuframlagi nemenda við Vinnuskólann. Tilagan felur í sér óbreytt laun og möguleika á auka vinnuviku fyrir þá sem standa sig vel.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlagða tillögu

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Lögð fram tillaga að breytingu á vinnuframlagi nemenda við Vinnuskólann. Tilagan felur í sér óbreytt laun og möguleika á auka vinnuviku fyrir þá sem standa sig vel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Vinnuskóli 2013
Lögð fram samantekt á launum og vinnutíma vinnuskóla á landsvísu

Lagt fram til kynningar. Einnig komið á framfæri ábendingum frá starfshópi um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað varðandi verkefni fyrir vinnuskólann starfsárið 2014.

Samþykkt með handauppréttingu.