Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104. fundur - 23.10.2013

Vakin er athygli á ákvæði til bráðabirgða í byggingarreglugerðinn þar sem segir að byggingarfulltrúar hafi frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við 3.2.kafla og fyrir 1.janúar 2015 skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðastjórnunarkerfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að málið verði tekið fyrir á fundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, með það í huga að unnin verði beinagrind að gæðastjórnunarkerfi á vegum sambandsins, sem sveitarfélögin geti síðan gert að sínu hvert fyrir sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Í skipulags- og mannvirkjanefnd var vakin athygli á ákvæði til bráðabirgða í byggingarreglugerðinni þar sem segir að byggingarfulltrúar hafi frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við kafla 3.2. og fyrir 1.janúar 2015 skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðastjórnunarkerfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og leggur til að málið verði tekið fyrir á fundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, með það í huga að unnin verði beinagrind að gæðastjórnunarkerfi á vegum sambandsins, sem sveitarfélögin geti síðan gert að sínu hvert fyrir sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109. fundur - 22.01.2014

Kynning á stöðu mála um gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. Málið var áður á dagskrá 23.10.2013.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 114. fundur - 09.04.2014

Til umræðu er gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. Fyrir liggur tölvupóstur frá Mosfellsbæ þar sem fjallað er um þetta efni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við félag byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 195. fundur - 16.04.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjór að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við félag byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.