Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 dags. 05.05.2010. Tillagan gerir ráð fyir að skilgreint verði svæði fyrir frístundabyggð alls 42,5 ha. að stærð. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Málið var áður á dagskrá 25.5.2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsögn Vegagerðarinnar um málið.
Erindi í tölvupósti dagsett 3.4.2014 frá Sveini Sveinssyni, þar sem Vegagerðin fer fram á að skipulagi svæðis fyrir frístundabyggð í landi Eyvindarár ehf. við Seyðisfjarðarveg verði frestað vegna hugmynda um vegstæði vegar að munna Fjarðarheiðarganga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsögn Vegagerðarinnar um málið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.