Úttekt á framkvæmd menningarsamninga 2011-2013

Málsnúmer 201310114

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur til kynningar úttekt á framkvæmd menningarsamninga ríkisins og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins árin 2011-2013.

Í úttektinni kemur fram að framkvæmd menningarsamningsins á Austurlandi fær hæstu einkunn allra landshlutabundinna menningarsamninga, eða alls 93%. Í samantekt matsins segir m.a.: "Ekki kemur á óvart að það svæði sem býr yfir mestri reynslu og þekkingu nái hæstu einkunn í samræmdu mati ráðgjafa. Austurland er þroskaðasta svæðið og hefur náð lengst í að þróa og útfæra sín verkefni."

Menningar- og íþróttanefnd fagnar þessari niðurstöðu og er sammála því sem fram kemur í matinu um ágæti menningarsamningsins á Austurlandi og samstarfs sveitarfélaganna um þau mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur til kynningar úttekt á framkvæmd menningarsamninga ríkisins og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins árin 2011-2013.

Í úttektinni kemur fram að framkvæmd menningarsamningsins á Austurlandi fær hæstu einkunn allra landshlutabundinna menningarsamninga, eða alls 93%. Í samantekt matsins segir m.a.: "Ekki kemur á óvart að það svæði sem býr yfir mestri reynslu og þekkingu nái hæstu einkunn í samræmdu mati ráðgjafa. Austurland er þroskaðasta svæðið og hefur náð lengst í að þróa og útfæra sín verkefni."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og fagnar þessari niðurstöðu og er sammála því sem fram kemur í matinu um ágæti menningarsamningsins á Austurlandi og samstarfs sveitarfélaganna um þau mál.
Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að menningarsamningurinn verði endurnýjaður og fjármagn til hans ekki skert að hálfu ríkisins, heldur fremur aukið í ljósi þess árangurs sem hann hefur skilað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Fyrir liggur útskrift úr fundargerð ferða- og menningarmálanefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar, dagsett 27. nóvmeber 2013. Þar kemur fram að nefndin fagni jákvæðri útkomu á árangursmati um framkvæmd menningarsamninga. Nefndar harmar hins vegar að "máttarstólpar samningsins sem eru menningarmiðstöðvararnar í fjórðungnum séu fjársveltar".

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir mikilli ánægju með hversu vel hefur tekist til með framkvæmd menningarsamninga á Austurlandi og hvetur ríkisvaldið til þess að byggja á þeim góða árangri með því að efla samningana enn frekar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Lagt fram til kynningar að öðru leyti.