Hvatning frá 48. sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 201311074

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 15. nóvember. Bréfið inniheldur samþykkt frá 48. sambandsþingi UMFÍ þar sem ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt eru hvött til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Menningar og íþróttanefnd tekur undir hvatningu UMFÍ og hvetur iðkendur og foreldra og forráðamenn til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og stunda holla hreyfingu.
Þá hvetur nefndin íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í Lífshlaupi, heilsu og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem hefst 5. febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 15. nóvember. Bréfið inniheldur samþykkt frá 48. sambandsþingi UMFÍ þar sem ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt eru hvött til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar tekur bæjarstjórn undir hvatningu UMFÍ og hvetur iðkendur og foreldra og forráðamenn til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og stunda holla hreyfingu.
Þá hvetur bæjarstjórn íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í Lífshlaupi, heilsu og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem hefst 5. febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.