Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 8. október 2013, undirritaður af Margréti K. Sigbjörnsdóttur og Þórdísi Kristvinsdóttur f.h. Skátafélagsins Héraðsbúa varðandi húsnæðismál skátafélagsins.
Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu en felur starfsmanni að ræða við bréfritara um málið. Jafnframt verði unnið að því að þegar núgildandi samningur rennur út verði fundin lausn á húsnæðismálum skátanna.
Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi Fljótsdalshéraðs og Skátafélagsins Héraðsbúa, en gildandi samningur fellur úr gildi í janúar 2014. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember 2013.
Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.
Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu en felur starfsmanni að ræða við bréfritara um málið. Jafnframt verði unnið að því að þegar núgildandi samningur rennur út verði fundin lausn á húsnæðismálum skátanna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.