Umsókn um styrk til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201311069

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Fyrir liggur bréf frá Ernu Friðriksdóttur með beiðni um styrk til skíðaþjálfunar í Bandaríkjunum. Erna mun taka þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Sochi í Rússalndi í mars 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að veita Ernu styrk að upphæð kr. 250.000 sem tekið verði af lið 06.89. Nefndin óskar Ernu góðs gengis á ólympíuleikunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Fyrir liggur bréf frá Ernu Friðriksdóttur með beiðni um styrk til skíðaþjálfunar í Bandaríkjunum. Erna mun taka þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Sochi í Rússlandi í mars 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita Ernu styrk að upphæð kr. 250.000 sem tekið verði af lið 06.89. Bæjarstjórn óskar Ernu góðs gengis á ólympíuleikunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.