Kaup á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks

Málsnúmer 201310014

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Fyrir liggur bréf, dagsett 2. október 2013, frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, f.h. óstofnaðs félags, þar sem óskað er eftir kaupum á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks vegna áforma um opnun heilsuræktar á Egilsstöðum.

Menningar- og íþróttanefnd hugnast ekki að selja líkamsræktartæki Héraðsþreks.

Samþykkt með þremur atkvæðum (PS, HÞ, AA) en einn sat hjá (GG).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Fyrir liggur bréf, dagsett 2. október 2013, frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, f.h. óstofnaðs félags, þar sem óskað er eftir kaupum á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks vegna áforma um opnun heilsuræktar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.