Skíðafélagið í Stafdal - ósk um afnot af íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201310013

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. október 2013, frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, f.h. Skíðafélagsins í Stafdal, um afnot af íþróttahúsum sveitarfélagsins fyrir iðkendur skíðafélagsins.

Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. október 2013, frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, f.h. Skíðafélagsins í Stafdal, um afnot af íþróttahúsum sveitarfélagsins fyrir iðkendur skíðafélagsins.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja skíðafélagið með afnotum af sal í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar allt að 32 tímum á starfsári skíðafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. október 2013, frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, f.h. Skíðafélagsins í Stafdal, um afnot af íþróttahúsum sveitarfélagsins fyrir iðkendur skíðafélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja skíðafélagið með afnotum af sal í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar allt að 32 tímum á starfsári skíðafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.