Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar

Málsnúmer 201309165

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Á fundinn undur þessum lið sat Jóhanna Hafliðadóttir, forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa og gerði grein fyrir málþinginu "Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar", sem hún sat nýlega. Jóhönnu var síðan þökkuð kynningin.

Menningar- og íþróttanefnd felur forstöðumanni safnsins, í samstarfi við menningar og íþróttafulltrúa að gera viðhorfskönnun meðal notenda bókasfnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 08.04.2014

Fyrir liggja niðurstöður notendakönnunar fyrir Bókasafn Héraðsbúa sem gerð var mars síðast liðnum.

Í könnuninni kemur m.a. fram almenn ánægja með þjónustu bókasafnsins. Einnig kemur fram að helst er óskað eftir fleiri eintökum af vinsælum bókum, kaffihorni og fleiri hljóðbókum.