Samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða

Málsnúmer 201309111

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Kynnt drög að bréfi til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, vegna markaðsetningar og uppbyggingar skíðasvæðanna í Oddsskarði og Stafdal. Bréfið er udirritað af bæjarstjórum Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir drögin að bréfinu fyrir sitt leyti.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Bréf frá bæjarstjórum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fjarðabyggðar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um uppbyggingu og markaðssetningu skíðasvæðanna í Oddskarði og Stafdals, lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Lagt fram svarbréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu við erindi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fjarðabyggðar frá 27. september 2013, varðandi samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða á Austurlandi. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið getur ekki orðið við ósk sveitarfélaganna um aðkomu að uppbyggingu á svæðunum.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.