Styrktarsjóður EBÍ 2013

Málsnúmer 201306056

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett 11.júní 2013, undirritað af Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra með kynningu á Styrktarsjóði EBÍ og boði um að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að vinna tillögu að umsókn í Styrktarsjóð EBÍ 2013. Tillögu skal leggja fyrir fund bæjarráðs eigi síðar en 14. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur að sveitarfélagið hefur fengið styrk frá Eignarhaldsfélagi Brunbótafélags Íslands til hönnunar og undirbúnings sýningar með áherslu á Lagarfljótsorminn og umhverfi hans. Sveitarfélagið hefur jafnframt fengið styrk frá Alcoa til sama verkefnis.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur að sveitarfélagið hefur fengið styrk frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til hönnunar og undirbúnings sýningar með áherslu á Lagarfljótsorminn og umhverfi hans. Sveitarfélagið hefur jafnframt fengið styrk frá Alcoa til sama verkefnis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar umræddum styrkjum og felur menningar- og íþróttanefnd og starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram, með tilliti til þess fjármagns sem til staðar er í verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.