Ósk um endurskoðun á samningi við Hött rekstrarfélag

Málsnúmer 201311004

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. nóvember 2013, undirritaður af Óttari Ármannssyni f.h. Hattar rekstrarfélags, þar sem óskað er eftir hækkun á upphæð samnings HR og Fljótsdalshéraðs, frá desember 2012.

Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu vegna þess hve það kemur seint og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar er lokið. Nefndin felur formanni og starfsmanni að ræða við formann Hattar rekstrarfélags um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. nóvember 2013, undirritaður af Óttari Ármannssyni f.h. Hattar rekstrarfélags, þar sem óskað er eftir hækkun á upphæð samnings HR og Fljótsdalshéraðs, frá desember 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og telur sér ekki fært að verða við erindinu vegna þess hve það kemur seint og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar er lokið. Bæjarstjórn felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að ræða við formann Hattar rekstrarfélags um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.