Samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka

Málsnúmer 201111151

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggja til kynningar drög að samningi milli Skíðafélagsins í Stafdal annars vegar og Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hins vegar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggja drög að samningi milli Skíðafélagsins í Stafdal annars vegar og Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hins vegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við bæjarráð, að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Lagður fram samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka, milli Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og skíðafélagsins í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir sig samþykkt fyrirliggjandi drögum og heimiar bæjarstjóra að ganga frá og undirrita samning á grundvelli þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Lagður fram samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka, milli Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og skíðafélagsins í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir sig samþykka fyrirliggjandi drögum og heimiar bæjarstjóra að ganga frá og undirrita samning á grundvelli þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.