Þorrablótsnefnd Eiða- og Hjaltastaðaþinghár

Málsnúmer 201601004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Lagt fram bréf frá fimm nefndarmönnum þorrablótsnefndar þar sem fram kemur að vegna fámennis sé nefndin óstarfhæf og er óskað eftir því að bæjarstjórn hlutist til um að stokkað verði upp í umræddum nefndum sem fyrst.

Bæjarráð telur það ekki vera hlutverk sveitarstjórnar að hlutast til um skipan þorrablótsnefnda og lítur svo á að þar sé um að ræða verkefni sem íbúar á viðkomandi svæðum verða að leysa.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Á fundi bæjarráðs var lagt fram bréf frá fimm nefndarmönnum þorrablótsnefndar þar sem fram kemur að vegna fámennis sé nefndin óstarfhæf og er óskað eftir því að bæjarstjórn hlutist til um að stokkað verði upp í umræddum nefndum sem fyrst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála bæjarráði og telur það ekki vera hlutverk sveitarstjórnar að hlutast til um skipan þorrablótsnefnda og lítur svo á að þar sé um að ræða verkefni sem íbúar á viðkomandi svæðum verða að leysa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.