Lögð eru fram drög að samningi vegna snjómoksturs heimreiða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ganga frá samningum.
Til umræðu er samanburður útboðs 2015 við samning frá 2010, snjómoksturskostnaður í desember 2015 og janúar 2016, starfsmaður þjónustumiðstöðvar fer yfir málið. Einnig er til umræðu mokstur heimreiða þar sem stunduð er ferðaþjónusta.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar starfsmanni þjónustumiðstöðvar fyrir upplýsingarnar. Nefndin leggur áherslu á að sömu reglur gildi fyrir ferðaþjónustuaðila hvort sem er í dreyfbýli eða þéttbýli.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var m.a. til umræðu mokstur heimreiða þar sem stunduð er ferðaþjónusta.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar leggur bæjarstjórn áherslu á að sömu reglur gildi fyrir ferðaþjónustuaðila hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ganga frá samningum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.