Umhverfis- og framkvæmdanefnd

39. fundur 27. janúar 2016 kl. 17:00 - 21:28 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Snjómokstur og hálkuvarnir 2016

Málsnúmer 201512128

Til umræðu er samanburður útboðs 2015 við samning frá 2010, snjómoksturskostnaður í desember 2015 og janúar 2016, starfsmaður þjónustumiðstöðvar fer yfir málið. Einnig er til umræðu mokstur heimreiða þar sem stunduð er ferðaþjónusta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar starfsmanni þjónustumiðstöðvar fyrir upplýsingarnar.
Nefndin leggur áherslu á að sömu reglur gildi fyrir ferðaþjónustuaðila hvort sem er í dreyfbýli eða þéttbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ofanflóð í desember 2015

Málsnúmer 201601210

Lögð er fram fundargerð fundar sem haldinn var þann 13.01.2016, vegna vatnsaga 28. og 29 desember 2015.

Lagt fram til kynningar.

3.Sumarstarfsmaður sviðslista

Málsnúmer 201601149

Lögð er fram tillaga að auglýsingu eftir sumarstarfsmanni sviðslista 2016 þ.e. umsjónarmanni með listastarfi Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs og karnivali sem fram fer á Ormsteiti Héraðshátíð, frá og með 17. maí til 19. ágúst 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýst verði eftir sumarstarfsmanni sviðslista 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Lögð eru fram drög að tímabundnum samningi við Moltu ehf. kt. 600407-0580 um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Uppreikningur launaliða 2016

Málsnúmer 201601094

Lagður er fram uppreikningur launaliða 2016.

Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um að fá að færa til innkeyrslu við Kauptún 1

Málsnúmer 201601066

Erindi dagsett 15. janúar 2016 þar sem íbúar að Heimatúni 2, Fellabæ mótmæla fyrirhugaðri breytingu á innakstursleið að Kauptúni 1, Fellabæ. Málinu var vísað frá bæjarstjórn 20.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að með tilfærslu á innkeyrslu aukast sjónlengdir til beggja handa á Upphéraðsvegi. Nefndin telur að umferðaröryggi aukist með tilfærslunni, þá leggst af hættulegt blindhorn.
Nefndin ítrekar að færsla innkeyrslunnar verði gerð í samráði við Vegagerðina.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samræmd lóðaafmörkun

Málsnúmer 201601110

Erindi dagsett 8. janúar 2016, vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun. Samband Íslenskra sveitarfélaga óskar eftir athugasemdum og ábendingum um hvort sveitarfélagið hafi einhverjar athugasemdir við þá nálgun sem Sambandið setur fram í erindinu.
Fyrir liggur tillaga að umsögn um samræmda aðferðafræði við afmörkun lóða í þjóðlendum dagsett 25.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða umsögn og leggur til við bæjarstjórn að umsögnin verði send Sambandi Íslenskra sveitarfélaga sem athugasemd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ósamþykktar íbúðir

Málsnúmer 201512021

Fyrir liggur minnisblað um málið.

Lagt fram til kynningar

9.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Til umræðu er breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða. Lagðar eru fram hugmyndir að breytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir.
Nefndin óskar eftir því við stýrihópinn að fundartími hópsins verði endurskoðaður, þannig að fulltrúar úr umhverfis- og framkvæmdanefnd geti setið fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fellabær deiliskipulag iðnaðarsvæði

Málsnúmer 201601064

Erindi í tölvupósti dagsett 16.12.2015 þar sem Hitaveita Egilsstaða og Fella leggur fram hugmyndir að lagnaleiðum og skipulagi fyrir svæðið sunnan við Valgerðarstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhnverfis-og skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við undirbúning að gerð skipulagstillögu fyrir umrætt svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lagnaleið fyrir ljósleiðarastreng

Málsnúmer 201601209

Erindi í tölvupósti dagsett 13.01.2016 þar sem Stefán Sigurðsson kt. 170766-2969 f.h. Tölvuteymis ehf kt. 650612-1160 óskar eftir lagnaleyfi fyrir ljósleiðarastreng samkvæmt framlagðri teikningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.
Nefndin fer fram á við framkvæmdaaðila að frágangur verði til fyrirmyndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um uppsetningu sendiloftnets á félagsheimilinu Arnhólsstöðum

Málsnúmer 201601208

Erindi í tölvupósti dagsett 14.01.2016 þar sem Eyjólfur Jóhannsson, starfsmaður hjá Rafey, óskar eftir leyfi til að setja upp sendiloftnet á félagsheimilið Arnhólsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Kynning á Teiknistofunni AKS

Málsnúmer 201601207

Lagt er fram kynningarbréf frá teiknistofunni Aks, sem staðsett er á Egilsstöðum. Starfsmaður stofunnar er Anna Katrín Svavarsdóttir skipulagsfræðingur.

Lagt fram til kynningar.

14.Beiðni um nafnbreytingu á jörðinni Hleinargarður II

Málsnúmer 201601201

Erindi dagsett 04.01.2016 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt. 541113-1180 óskar eftir leyfi til að breyta nafninu á jörðinni Hleinagarður II í nafnið Davíðsstaðir.

Málið er í vinnslu.

15.Beiðni um tímabundna útleigu íbúðar

Málsnúmer 201601200

Erindi í tölvupósti dagsett 22.01.2016 þar sem Einar Tómas Björnsson kt. 141291-2629 óskar eftir leyfi til að leigja út íbúðina að Norðurtúni 31 til ferðaþjónustu. Leigutímabilið verður frá 1. maí til 31. ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem atvinnustarfsemi er bönnuð í gildandi deiliskipulagi fyrir hverfið þá hafnar umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 201601199

Lagt er fram erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 15.01.2016 þar sem vakin er athygli á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 og reglugerð nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis.

Lagt fram til kynningar

17.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

Málsnúmer 201601068

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. Málið var áður á dagskrá 13.01.2016.

Málið er í vinnslu

18.Skólabrún deiliskipulag

Málsnúmer 201309047

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúnir II Fellabæ. Breytingunum er lýst í 14. grein í tillögu að skipulags- og byggingarskilmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögur og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga þegar 3. málsgrein 5. greinar um skipulag lóða hefur verið tekin út.

Nefndin telur að ekki þurfi skipulagslýsingu þar sem um breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

Jafnframt er vakin athygli á að nafninu Skólabrún er breytt í Selbrún í tillögunni.

Tillagagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Páll Sigvaldason leggur fram eftirfarandi bókun:
Þar sem ekki er búið að ganga frá nafnabreytingu á Einhleypingi að Fellaskóla, þá geri ég athugasemd við að núverandi nafni götunnar Skólabrún sé breytt í Selbrún.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:28.