Erindi dagsett 04.01.2016 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt. 541113-1180 óskar eftir leyfi til að breyta nafninu á jörðinni Hleinagarður II í nafnið Davíðsstaðir.
Erindi dagsett 04.01.2016 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt. 541113-1180 óskar eftir leyfi til að breyta nafninu á jörðinni Hleinagarður II í nafnið Davíðsstaðir. Málið var áður á dagskrá 27.01.2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.
Erindi dagsett 04.01. 2016 þar sem Davíð Þór Sigurðarson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt. 541113-1180 óskar eftir leyfi til að breyta nafninu á jörðinni Hleinagarður II í nafnið Davíðsstaðir. Málið var áður á dagskrá 27.01.2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.
Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (GJ. GI. og PS.)
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Eftir lagabreytingu nýverið er það nú hlutverk sveitarstjórna að taka ákvarðanir um nafngiftir á jörðum. Er þetta þriðja málið af þessu tagi sem kemur til kasta bæjarstjórnar og var nafnabeiðni samþykkt í öðru tilfellinu en synjað í hinu. Ég mun greiða atkvæði með því að samþykkja fyrirliggjandi beiðni, en legg hins vegar áherslu á að ástæða sé til þess að bæjarstjórn móti sér einhverjar viðmiðunarreglur um hvernig fara á með mál af þessu tagi. Það er mín skoðun að miða ætti við að samþykkja beiðnir um nafnabreytingu og nýjar nafngiftir nema að eitthvað sérstakt mæli gegn því. Þættir sem að mínu mati geta mælt gegn samþykkt geta til dæmis verið eftirfarandi: - Að nafnið sé of líkt eða tengist óeðlilega nafngift annarsstaðar innan sveitar eða sveitarfélagsins eftir atvikum. - Að með nafnabreytingu hverfi gamalt og gróið nafn á viðkomandi jörð. - Að nafnið brjóti verulega gegn almennri smekkvísi. Ekkert af framangreindu á við í þessu máli, þótt deila megi um þá aðferð að nefna jörð í höfuðið á eiganda hennar, en slíkt hefur tæplega tíðkast hér á landi um að minnsta kosti nokkur hundruð ára skeið.
Málið er í vinnslu.