Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta bera saman kostnað, annarsvegar að vinna moltuna í sveitarfélaginu og hins vegar að flytja lífrænan úrgang burt til vinnslu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.
Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.
Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.
Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.
Fyrir liggur minnisblað frá Mannvit dagsett 10.06.2015. Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að leita upplýsinga um jarðgerðarvél og taka saman áætlaða aukningu á lífrænum úrgangi vegna nýs starfsleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39. fundur - 27.01.2016

Lögð eru fram drög að tímabundnum samningi við Moltu ehf. kt. 600407-0580 um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Lögð eru fram drög að tímabundnum samningi við Moltu ehf. kt. 600407-0580 um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög með áorðnum breytingum og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.