Beiðni um að fá að færa til innkeyrslu við Kauptún 1

Málsnúmer 201601066

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Erindi dagsett 07.12.2015 þar sem eigendur Kauptúns 1 í Fellabæ óska eftir að fá að færa innkeyrslu inná lóðina lengra frá húsinu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tilfærslu á innkeyrslunni, en bendir á að hafa skal samráð við Vegagerðina um staðsetningu. Nefndin leggur áherslu á að jafnframt verði núverandi innkeyrslu lokað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 15. janúar 2016 þar sem íbúar að Heimatúni 2, Fellabæ mótmæla fyrirhugaðri breytingu á innakstursleið að Kauptúni 1, Fellabæ. Málinu var vísað frá bæjarstjórn 20.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að með tilfærslu á innkeyrslu aukast sjónlengdir til beggja handa á Upphéraðsvegi. Nefndin telur að umferðaröryggi aukist með tilfærslunni, þá leggst af hættulegt blindhorn.
Nefndin ítrekar að færsla innkeyrslunnar verði gerð í samráði við Vegagerðina.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Erindi dagsett 15. janúar 2016 þar sem íbúar að Heimatúni 2, Fellabæ mótmæla fyrirhugaðri breytingu á innakstursleið að Kauptúni 1, Fellabæ. Málinu var vísað frá bæjarstjórn 20.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að með tilfærslu á innkeyrslu aukast sjónlengdir til beggja handa á Upphéraðsvegi. Nefndin telur að umferðaröryggi aukist með tilfærslunni, þá leggst af hættulegt blindhorn.
Ítrekað er að færsla innkeyrslunnar verði gerð í samráði við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.