Samræmd lóðaafmörkun

Málsnúmer 201601110

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39. fundur - 27.01.2016

Erindi dagsett 8. janúar 2016, vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun. Samband Íslenskra sveitarfélaga óskar eftir athugasemdum og ábendingum um hvort sveitarfélagið hafi einhverjar athugasemdir við þá nálgun sem Sambandið setur fram í erindinu.
Fyrir liggur tillaga að umsögn um samræmda aðferðafræði við afmörkun lóða í þjóðlendum dagsett 25.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða umsögn og leggur til við bæjarstjórn að umsögnin verði send Sambandi Íslenskra sveitarfélaga sem athugasemd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Erindi dagsett 8. janúar 2016, vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun. Samband Íslenskra sveitarfélaga óskar eftir athugasemdum og ábendingum um hvort sveitarfélagið hafi einhverjar athugasemdir við þá nálgun sem Sambandið setur fram í erindinu.
Fyrir liggur tillaga að umsögn um samræmda aðferðafræði við afmörkun lóða í þjóðlendum dagsett 25.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða umsögn og að hún verði send Sambandi Íslenskra sveitarfélaga sem athugasemd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.