Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

Málsnúmer 201601068

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39. fundur - 27.01.2016

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. Málið var áður á dagskrá 13.01.2016.

Málið er í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. Málið var áður á dagskrá 13.01.2016. málið var áður á dagskrá 27.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að nýtt verði ákvæði í lögum um lækkun gatnagerðargjalda á völdum svæðum í sveitarfélaginu. Ákvæðið er ekki afturvirkt.

Nefndin samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að taka saman upplýsingar um lóðir sem ákvæðið gæti átt við og leggja fyrir næst reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. málið var áður á dagskrá 10.02.2016. Fyrir liggja upplýsingar um óbyggðar lóðir í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að nýtt verði ákvæði í lögum um gatnagerðargjöld, til lækkunar gatnagerðargjalda á öllum óbyggðum íbúðarhúsalóðum í þéttbýlinu við Fljótið og á Hallormsstað. Lækkunin verði 50% af reiknuðum gatnagerðargjöldum, heimildin gildi frá 5. mars til 31. desember 2016. Heimild þessi er ekki afturvirk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum.
Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. Málið var áður á dagskrá 10.02. 2016. Fyrir liggja upplýsingar um óbyggðar lóðir í sveitarfélaginu.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram frestunartillögu.
1 greiddi henni atkvæði (SBS) 4 voru á móti (AA. SB. ÁK. GSK) 4 sátu hjá (GJ. ÞMÞ. KJ. og PS.)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að nýtt verði ákvæði í lögum um gatnagerðargjöld, til lækkunar gatnagerðargjalda á öllum óbyggðum íbúðarhúsalóðum, skv. lista yfir lausar lóðir, í þéttbýlinu við Fljótið og á Hallormsstað. Lækkunin verði 50% af reiknuðum gatnagerðargjöldum, heimildin gildi frá 5. mars til 31. desember 2016. Heimild þessi er ekki afturvirk.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi gerði grein fyrir atkvæði sínu.