Lögð eru fram drög að samningi um akstur vegna almenningssamgangna tímabilið 1. janúar til 31. maí 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að láta gera útboðsgögn fyrir almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Lagarfljót, m.v. að nýr samningur taki gildi 1. júní 2016
Á fundi nefndarinnar voru lögð fram drög að samningi um akstur vegna almenningssamgangna tímabilið 1. janúar til 31. maí 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning. Jafnframt felur bæjarstjórn starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að láta gera útboðsgögn fyrir almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Lagarfljót, m.v. að nýr samningur taki gildi 1. júní 2016.
Lögð er fram bókun bæjarstjórnar 16.03.2016 þar sem samþykkt var að akstursleiðin Egilsstaðir - Brúarás verði áfram skilgreind sem almenningssamgöngur.
Lögð er fram útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur á Fljótsdalshéraði Ágúst Margeirsson frá Mannvit kynnti gögnin.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir þann hluta útboðs-og verklýsingarinnar sem fjalla um almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Fljótið og þann hluta sem snýr að sérstökum reglubundnum fólksflutningum.
Lögð var fram í umhverfis- og framkvæmdanefnd útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir þann hluta útboðs-og verklýsingarinnar sem fjalla um almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Fljótið og þann hluta sem snýr að sérstökum reglubundnum fólksflutningum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að láta gera útboðsgögn fyrir almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Lagarfljót, m.v. að nýr samningur taki gildi 1. júní 2016
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.