Umhverfis- og framkvæmdanefnd

44. fundur 30. mars 2016 kl. 17:00 - 20:40 á bæjarskrifstofu í Fellabæ
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi og verður sá liður númer 6 í dagskránni.

1.Almenningssamgöngur 2016

Málsnúmer 201601057

Lögð er fram útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur á Fljótsdalshéraði
Ágúst Margeirsson frá Mannvit kynnti gögnin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir þann hluta útboðs-og verklýsingarinnar sem fjalla um almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Fljótið og þann hluta sem snýr að sérstökum reglubundnum fólksflutningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603076

Lögð eru fram drög að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði.
Málið var áður á dagskrá 22.3.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög og felur starfsmanni að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Lögð eru fram drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. málið var áður á dagskrá 22.03.2016.

Málið er í vinnslu.

4.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201603113

Lögð eru fram drög að Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir Starfsáætlunina. Nefndin hefur þann fyrirvara á að vegna óvissu um fjármagn til viðgerða á þökum Fellaskóla og Tjarnaráss 9, þá kunni Starfsáætlunin að taka breytingum þegar fyrir liggur hvernig eigi að fjármagna ofangreindar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 22. mars 2016 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Ásgeirsstaða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201602051

Erindi dags. 04.02.2016, þar sem Björn Sveinsson f.h. eiganda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Lagarfelli 3, Fellabæ. Aðalteikningar eru unnar af Birni Sveinssyni hjá Verkís.
Málið var áður á dagskrá 10.02.2016. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir/ábendingar bárust frá tveimur aðilum:
1)Vigni Elvari Vignissyni innfært 21.03.2016 þar sem gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:
1.1)Fjarlægð byggingar frá götu skerðir útsýni ökumanna sem koma niður Lagarfellið að gangbraut við Norðurlandsveg.
1.2) Ekki gerð grein fyrir bílastæðum á lóðinni.
1.3) Vantar að setja á uppdrátt fjarlægð byggingar frá lóðamörkum Lagarflli 1.
1.4) Bent er á að hafa skal fegurðarsjónarmið að leiðarljósi við hönnun bygginga.

2) Halldóri Jóni Halldórssyni í tölvupósti dgsett 07.03.2016 þar sem gerð er athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir bílastæðum á lóðinni.




Svör við athugasemdum:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að byggingin skerði ekki útsýni ökumanna að gatnamótum.
Nefndin samþykkir að brugðist skuli við athugasemdum hvað varðar bílastæði, gert verði ráð fyrir 6 bílastæðum innan lóðar og tilfærslu byggingarinnar til vesturs að horni núverandi byggingar.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskylin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:40.