Lagarfell 3, msókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201602051

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Erindi dags. 04.02.2016, þar sem Björn Sveinsson f.h. eiganda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið. Aðalteikningar eru unnar af Verkis kt. 611276-0289 undirritaðar af Birni Sveinssyni kt. 160265-4189.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að setja málið í grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44. fundur - 30.03.2016

Erindi dags. 04.02.2016, þar sem Björn Sveinsson f.h. eiganda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Lagarfelli 3, Fellabæ. Aðalteikningar eru unnar af Birni Sveinssyni hjá Verkís.
Málið var áður á dagskrá 10.02.2016. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir/ábendingar bárust frá tveimur aðilum:
1)Vigni Elvari Vignissyni innfært 21.03.2016 þar sem gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:
1.1)Fjarlægð byggingar frá götu skerðir útsýni ökumanna sem koma niður Lagarfellið að gangbraut við Norðurlandsveg.
1.2) Ekki gerð grein fyrir bílastæðum á lóðinni.
1.3) Vantar að setja á uppdrátt fjarlægð byggingar frá lóðamörkum Lagarflli 1.
1.4) Bent er á að hafa skal fegurðarsjónarmið að leiðarljósi við hönnun bygginga.

2) Halldóri Jóni Halldórssyni í tölvupósti dgsett 07.03.2016 þar sem gerð er athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir bílastæðum á lóðinni.




Svör við athugasemdum:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að byggingin skerði ekki útsýni ökumanna að gatnamótum.
Nefndin samþykkir að brugðist skuli við athugasemdum hvað varðar bílastæði, gert verði ráð fyrir 6 bílastæðum innan lóðar og tilfærslu byggingarinnar til vesturs að horni núverandi byggingar.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskylin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Erindi dags. 04.02. 2016, þar sem Björn Sveinsson f.h. eiganda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Lagarfelli 3, Fellabæ. Aðalteikningar eru unnar af Birni Sveinssyni hjá Verkís.
Málið var áður á dagskrá 10.02. 2016. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir/ábendingar bárust frá tveimur aðilum:
1)Vigni Elvari Vignissyni innfært 21.03. 2016 þar sem gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:
1.1) Fjarlægð byggingar frá götu skerðir útsýni ökumanna sem koma niður Lagarfellið að gangbraut við Norðurlandsveg.
1.2) Ekki gerð grein fyrir bílastæðum á lóðinni.
1.3) Vantar að setja á uppdrátt fjarlægð byggingar frá lóðamörkum Lagarfelli 1.
1.4) Bent er á að hafa skal fegurðarsjónarmið að leiðarljósi við hönnun bygginga.

2) Halldóri Jóni Halldórssyni í tölvupósti dagsett 07.03. 2016 þar sem gerð er athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir bílastæðum á lóðinni.


Svör við athugasemdum:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að byggingin skerði ekki útsýni ökumanna að gatnamótum.
Nefndin samþykkir að brugðist skuli við athugasemdum hvað varðar bílastæði, gert verði ráð fyrir 6 bílastæðum innan lóðar og tilfærslu byggingarinnar til vesturs að horni núverandi byggingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afgreiða málið, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en einn var fjarverandi (SBl.)

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 147. fundur - 27.04.2016

Erindi dags. 04.02.2016 þar sem Björn Sveinsson kt. 160265-4189 f.h. eigenda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Lagarafelli 3, Fellabæ. Aðalteikningar eru unnar af Verkís kt. 611276-0289 undirritaðar af Birni Sveinssyni kt. 160265-4189. Teikningar eru dags. 08.02.2016. Brúttóflatarmál byggingar er 144,8 m2. Brúttórúmmál byggingar er 446,0 m3.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindi umsækjanda, byggingarleyfi verður gefið út þegar meistaraábyrgðir liggja fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 64. fundur - 22.02.2017

Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd lóðarhafa að Lagarfelli 3.
Óskað er eftir samþykkt byggingaráforma / breytinga á norðanverðu húsinu, 16 fermetra viðbygging að brúttó grunnfleti og 41m3 að rúmmáli. Viðbyggingin norðan við er 3,2m x 5m að stærð og er 6,02 frá norðvestur horni núverandi húss.
Meðfylgjandi eru uppdrættir hönnuðar sem sýna bæði samþykkta viðbyggingu til suðurs og viðbygginguna til norðurs sem erindið fjallar um.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67. fundur - 10.04.2017


Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir því erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.