Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Lögð er fram Drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Lögð er fram Drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44. fundur - 30.03.2016

Lögð eru fram drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. málið var áður á dagskrá 22.03.2016.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Lögð er fram drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. Málið var áður á dagskrá 30.03.2016.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leita tilboða frá fleiri aðilum á svæðinu um þjónustuna þ.e. þjónusta, viðhald og árleg skoðun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Lögð er fram drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. Málið var áður á dagskrá 30.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að leita tilboða frá fleiri aðilum á svæðinu um þjónustuna þ.e. þjónusta, viðhald og árleg skoðun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Fyrir liggja tilboð frá eftirfarandi aðilum:
Securitas, Rafey og MRT í þjónustu, viðhald og árlega skoðun öryggiskerfa í stofnunum sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 14.04.2016. Einnig liggur fyrir tilboð í þjónustu við slökkvitæki frá Securitas og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starafsmanni að gera samning við lægstbjóðanda, sem er Rafey ehf. og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að leita tilboða í vöktun öryggiskerfanna. Enn fremur samþykkir nefndin að semja við Slökkvitækjaþjónustu Austurlands um að þjónusta slökkvitæki í stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Fyrir liggja tilboð frá eftirfarandi aðilum:
Securitas, Rafey og MRT í þjónustu, viðhald og árlega skoðun öryggiskerfa í stofnunum sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 14.04.2016. Einnig liggur fyrir tilboð í þjónustu við slökkvitæki frá Securitas og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að gera samning við lægstbjóðanda, sem er Rafey ehf. og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Jafnframt samþykkt að fela starfsmanni að leita tilboða í vöktun öryggiskerfanna. Enn fremur samþykkir bæjarstjórn að semja við Slökkvitækjaþjónustu Austurlands um að þjónusta slökkvitæki í stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lagður er fram þjónustusamningur frá Slökkvitækjaþjónustu Austurlands ásamt fylgiskjali 1 verðskrá.
Einnig Þjónustusamningur um viðhald og árlega skoðun á öryggiskerfum við Rafey ehf.
Öryggismiðstöðin leggur fram tilboð í vöktun öryggiskerfa fyrir Fljótsdalshérað.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagðir samningar við Rafey ehf. og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands verði samþykktir.
Jafnframt felur nefndin starfsmanni að gera samning við Öryggismiðstöðina á grundvelli framlagðs tilboðs um vöktun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Lagður er fram þjónustusamningur frá Slökkvitækjaþjónustu Austurlands ásamt fylgiskjali 1 verðskrá.
Einnig Þjónustusamningur um viðhald og árlega skoðun á öryggiskerfum við Rafey ehf.
Öryggismiðstöðin leggur fram tilboð í vöktun öryggiskerfa fyrir Fljótsdalshérað.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að framlagðir samningar við Rafey ehf. og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands verði samþykktir.
Jafnframt er starfsmanni falið að gera samning við Öryggismiðstöðina á grundvelli framlagðs tilboðs um vöktun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lagður er fram þjónustusamningur Öryggismiðstöðvarinnar um tilboð í vöktun öryggiskerfa dags. 19.maí 2016

Hreinn Halldórsson sat fundinn við afgreiðslu þessa liðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagður samningur til 5 ára við Öryggismiðstöðina verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lagður er fram þjónustusamningur Öryggismiðstöðvarinnar um tilboð í vöktun öryggiskerfa dags. 19. maí 2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning til 5 ára við Öryggismiðstöðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.