Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201603113

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Lögð eru fram drög að Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Málið er í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44. fundur - 30.03.2016

Lögð eru fram drög að Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir Starfsáætlunina. Nefndin hefur þann fyrirvara á að vegna óvissu um fjármagn til viðgerða á þökum Fellaskóla og Tjarnaráss 9, þá kunni Starfsáætlunin að taka breytingum þegar fyrir liggur hvernig eigi að fjármagna ofangreindar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Lögð eru fram drög að starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn starfsáætlunina. Sá fyrirvari er þó hafður á að vegna óvissu um fjármagn til viðgerða á þökum Fellaskóla og Tjarnaráss 9, þá kann starfsáætlunin að taka breytingum þegar fyrir liggur hvernig eigi að fjármagna ofangreindar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.