Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44. fundur - 30.03.2016

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 22. mars 2016 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Ásgeirsstaða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 22. mars 2016 fyrir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Ásgeirsstaða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Skipulagslýsing Ásgeirsstaða sem kynnt var í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lauk föstudaginn 27.maí 2016 er lögð fram tillaga á vinnslustigi dags. 27.maí 2016 unnin af Alta ehf. en þar segir:
Ásgeirsstaðir eru um 11 km akstursleið norðan við þéttbýlið á Egilsstöðum og 4 km akstursleið
suðaustan við Eiða, á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs
2008 ? 2028. Þar er áhugi á að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðafólk og liggja fyrir drög að
deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 16 litlum húsum, samtals allt að 450 m2 á 1,15 ha svæði.
Meðfylgjandi er einnig umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27.apríl 2016.

Skipulagslýsing var kynnt íbúum skv.1.mgr.30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og var frestur til athugasemda eða ábendinga gefinn til 27.maí 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag liggur nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd, dags. 27.maí 2016 og 16.09.2015. Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðal- og nýju deiliskipulagi samhliða skv. 1.mgr.31.gr. og 1. og 2.mgr.41.gr skipulagslaga nr.123/2010 að undangenginni jákvæðri umsögn ráðunautar, sbr. 6.gr. jarðalaga nr. 81/2004 m.s.br. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu að fenginni samþykkt bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Skipulagslýsing Ásgeirsstaða sem kynnt var í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lauk föstudaginn 27. maí 2016 er lögð fram tillaga á vinnslustigi dags. 27. maí 2016 unnin af Alta ehf. en þar segir:
Ásgeirsstaðir eru um 11 km akstursleið norðan við þéttbýlið á Egilsstöðum og 4 km akstursleið
suðaustan við Eiða, á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs
2008 til 2028. Þar er áhugi á að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðafólk og liggja fyrir drög að
deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 16 litlum húsum, samtals allt að 450 m2 á 1,15 ha svæði.
Meðfylgjandi er einnig umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27.apríl 2016.

Skipulagslýsing var kynnt íbúum skv.1.mgr.30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og var frestur til athugasemda eða ábendinga gefinn til 27.maí 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag liggur nú til umfjöllunar hjá umhverfis-og framkvæmdanefnd, dags. 27. maí 2016 og 16.09. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu á aðal- og nýju deiliskipulagi samhliða skv. 1. mgr. 31.gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni jákvæðri umsögn ráðunautar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 m.s.br. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagt er fyrir erindið Ásgeirsstaðir frístundabyggð að lokinni auglýsingu. Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6.2016 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag dags. 27.5.2016 og 16.9.2016 yrði auglýst sbr. 1.mgr. 31.gr. og 1. og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Ekki bárust allar umsagnir á auglýsingartíma.

Afgreiðslu erindis frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lagt er fyrir erindið Ásgeirsstaðir frístundabyggð að lokinni auglýsingu. Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6.2016 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag dags. 27.5.2016 og 16.9.2016 yrði auglýst sbr. 1.mgr. 31.gr. og 1. og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun er snýr að deiliskipulagsuppdrætti verkefnisins.

Engar athugasemdir bárust í aðalskipulagsbreytingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda ábendingu Umhverfisstofnunar vegna deiliskipulagstillögunnar til skipulagsráðgjafa.
Jafnframt samþykkir nefndin tillögu að breyttu aðalskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Lagt er aftur fyrir erindið Ásgeirsstaðir frístundabyggð, að lokinni auglýsingu. Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6. 2016 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag dags. 27.5. 2016 og 16.9. 2016 yrði auglýst sbr. 1.mgr. 31.gr. og 1. og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun er snýr að deiliskipulagsuppdrætti verkefnisins.

Engar athugasemdir bárust í aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að senda ábendingu Umhverfisstofnunar vegna deiliskipulagstillögunnar til skipulagsráðgjafa.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að breyttu aðalskipulagi og felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda Skipulagsstofnun hana til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagður er deiliskipulagsuppdráttur fyrir nefndina að nýju ásamt svörum skipulagsráðgjafa við innsendum umsögnum um auglýsta deiliskipulagstillögu Ásgeirsstaða.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Ásgeirsstaða þann 15.6.2016 samkvæmt 41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010, auglýsing var birt 5.9.2016 og gefin var frestur til athugasemda til 3.nóvembers 2016.
Ábendingar bárust sem sendar voru á skipulagsráðgjafa til úrlausnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bréf skipulagsráðgjafa og niðurstöðu hans, að ekki sé talin þörf á breytingum á uppdrætti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu að deiliskipulagi og fela Skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess skv. 42.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lagður er að nýju fyrir nefndina deiliskipulagsuppdráttur, ásamt svörum skipulagsráðgjafa við innsendum umsögnum um auglýsta deiliskipulagstillögu Ásgeirsstaða.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Ásgeirsstaða þann 15.6.2016 samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr.123/2010, auglýsing var birt 5.9.2016 og gefin var frestur til athugasemda til 3. nóvember 2016.
Ábendingar bárust sem sendar voru á skipulagsráðgjafa til úrlausnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bréf skipulagsráðgjafa og niðurstöðu hans, að ekki sé talin þörf á breytingum á uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að auglýsa tillögu að deiliskipulagi og fela Skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.