Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir, ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki

Málsnúmer 201512056

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Erindi dagsett 04.12.2015 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til þess hvort tilgreind lagaskilyrði 2. mgr. 5. gr. matslaganna séu uppfyllt þannig að stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort að ráðast þurfi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu og annarra fyrirhugaðra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að ekki eigi að fara fram sameiginlegt umhverfismat á Sprengsandslínu og öðrum línum í Kerfisáætlun Landsnets.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Erindi dagsett 04.12. 2015 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til þess hvort tilgreind lagaskilyrði 2. mgr. 5. gr. matslaganna séu uppfyllt þannig að stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort að ráðast þurfi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu og annarra fyrirhugaðra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að ekki eigi að fara fram sameiginlegt umhverfismat á Sprengisandslínu og öðrum línum í Kerfisáætlun Landsnets.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (RRI)