Virðisaukaskattur vegna fólksflutninga

Málsnúmer 201512031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 321. fundur - 07.12.2015

Bæjarráð lýsir verulegum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á innheimtu virðisaukaskatts af almenningssamgöngum og öðrum akstri í almannaþágu. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að breytingarnar leiði ekki til þess að kostnaður sveitarfélaga við slíkan akstur aukist frá því sem nú er.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráð og lýsir verulegum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á innheimtu virðisaukaskatts af almenningssamgöngum og öðrum akstri í almannaþágu. Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að breytingarnar leiði ekki til þess að kostnaður sveitarfélaga við slíkan akstur aukist frá því sem nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Lagt fram bréf ríkisskattsstjóra til fjármála- og efnahagsráðuneytis varðandi undanþáguákvæði 3. Mgr. 2. Gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Lagt fram til kynningar.