Loftslagsmál og endurheimt votlendis

Málsnúmer 201511088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 321. fundur - 07.12.2015

Lagt fram svar Umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Á. Andersen um losun gróðurhúsalofttegunda.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Austurlands, dags. 24. nóvember 2015 þar sem fram kom m.a. hvatning til sveitarstjórna á Austurlandi um að vera í fararbroddi við að ákvarða svæði í landshlutanum þar sem endurheimt votlendis gæti farið fram. Einnig kom fram að NAUST hefur sótt um styrk til umhverfisráðuneytisins til að vinna að tillögu að tíu svæðum á Austurlandi þar sem endurheimta megi ónýtt votlendissvæði. Vonast NAUST eftir samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi í verkefninu fáist styrkur til þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til náttúruverndarnefndar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 5. fundur - 04.04.2016

Lagt fram bréf frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dags. 24. nóvember 2015.

Náttúruverndarnefnd fagnar frumkvæði NAUST en óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið og hvaða svæði á Fljótsdalshéraði er um að ræða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.