Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Austurlands, dags. 24. nóvember 2015 þar sem fram kom m.a. hvatning til sveitarstjórna á Austurlandi um að vera í fararbroddi við að ákvarða svæði í landshlutanum þar sem endurheimt votlendis gæti farið fram. Einnig kom fram að NAUST hefur sótt um styrk til umhverfisráðuneytisins til að vinna að tillögu að tíu svæðum á Austurlandi þar sem endurheimta megi ónýtt votlendissvæði. Vonast NAUST eftir samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi í verkefninu fáist styrkur til þess.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til náttúruverndarnefndar.
Lagt fram bréf frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dags. 24. nóvember 2015.
Náttúruverndarnefnd fagnar frumkvæði NAUST en óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið og hvaða svæði á Fljótsdalshéraði er um að ræða. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram til kynningar.