Lagðar fram ályktanir Náttúruverndarsamtaka Austurlands.
Náttúruverndarnefnd fagnar samstarfi við NAUST ef slíkt er í boði og mun leita til samtakanna ef tilefni er til. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram bréf frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dags. 24. nóvember 2015.
Náttúruverndarnefnd fagnar frumkvæði NAUST en óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið og hvaða svæði á Fljótsdalshéraði er um að ræða. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Erindi í tölvupósti dagsett 03.03.2016 þar sem Óðinn Gunnar Óðinsson f.h. vinnuhóps um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, óskar eftir umsögn og athugasemdum náttúruverndarnefndar við framlögð drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnisslýsingu fyrir Ásgeirsstaði og fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna en leggur áherslu á að framkvædir hafi í för með sér sem minnst umhverfisrask og reynt verði að komast hjá því að breyta lækjarfarvegi eins og kostur er. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.