Ásgeirsstaðir - Skipulagslýsing - Umsögn náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201604005

Náttúruverndarnefnd - 5. fundur - 04.04.2016

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnisslýsingu fyrir Ásgeirsstaði og fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna en leggur áherslu á að framkvædir hafi í för með sér sem minnst umhverfisrask og reynt verði að komast hjá því að breyta lækjarfarvegi eins og kostur er.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Afgreiðsla náttúrverndarnefndar staðfest.