Beiðni um frest á flutningi

Málsnúmer 201506137

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 08.06.2015 þar sem Hróar Björnsson f.h. Börns Oddssonar óskar efit fresti til að fjarlægja frístundahús á lóðinni Unalækur D7.
Fyrir liggur niðurstaða stjórnarfundar í Unalæk ehf.sem haldinn var 05.06.2015 ásamt ábyrgðarbréfi til Björns Oddssonar dagsett 28.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að aðhafast ekkert í málinu til 24.júlí 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 08.06. 2015 þar sem Hróar Björnsson, f.h. Björns Oddssonar, óskar eftir fresti til að fjarlægja frístundahús á lóðinni Unalækur D7.
Fyrir liggur niðurstaða stjórnarfundar í Unalæk ehf.sem haldinn var 05.06. 2015 ásamt ábyrgðarbréfi til Björns Oddssonar dagsett 28.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að ekkert verði aðhafast í málinu til 24. júlí 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 29.12.2015 þar sem Hróar Björnsson f.h. Björns Oddssonar óskar eftir að gefinn verði frestur til að fjarlægja sumarhúsið af lóð D7 við Unalæk til vors 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna erindinu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning á flutningi hússins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.