Aðgengi aldraðra og fatlaðra um götur Egilsstaða

Málsnúmer 201601005

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað innfært 04.01.2016 þar sem vakin er athygli á að laga þurfi flestar/allar gangstéttar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Niðurtektir kantsteina eru oft of brattar eða brúnir of háar, einnig þarf að endurskoða staðsetningu hliða á göngustígum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að þegar er hafin vinna við úrbætur og verður þeirri vinnu haldið áfram samkvæmt starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað innfært 04.01. 2016 þar sem vakin er athygli á að laga þurfi flestar/allar gangstéttar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Niðurtektir kantsteina eru oft of brattar eða brúnir of háar, einnig þarf að endurskoða staðsetningu hliða á göngustígum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að þegar er hafin vinna við úrbætur og verður þeirri vinnu haldið áfram samkvæmt starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.