Fundargerðir framkvæmdastjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201601120

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 326. fundur - 18.01.2016

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Skólaskrifstofu frá 22. desember. 2015, 30. desember. 2015 og 12. janúar 2016.
Í fundargerðinni frá 12. janúar kemur fram að
Skólaskrifstofan mun greiða út leiðréttingu á framlagi til sveitarfélaganna út af hækkunum launa innan málaflokks fatlaðs fólks, sem urðu á síðasta ári, bæði vegna starfsmats og nýrra kjarasamninga. Þar af mun norðursvæðið fá rúmar 12 milljónir í leiðréttingu, sem bókfærist á árinu 2015.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 358. fundur - 10.10.2016

Erindi varðandi sálfræðiþjónustu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Fundargerð frá 3. október 2016 að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Skólaskrifstofunnar, sem haldinn verður á Borgarfirði 4. nóvember nk.