Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

358. fundur 10. október 2016 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins síðustu mánuði.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti bréf frá Innanríkisráðuneytinu, varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga. Bæjarráð telur að núverandi verklagið hjá Fljótsdalshéraði sé í samræmi við það sem þar er kynnt.

Einnig lagði hann fram bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, þar sem kynnt er möguleg hækkun sveitarfélaga inn í sjóðinn frá næstu áramótum.

Lagðar fram tillögur að orðalagsbreytingum á reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sem samþykktar voru fyrr á árinu. Bæjarráð samþykkir þær orðalagsbreytingar eins og þær eru hér lagðar fram.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fjármálastjóri kynnti tillögur nefnda um fjárhagsáætlanir næsta árs og bar saman við rammaáætlunina.

Áætlunin er áfram í vinnslu.

3.Fundargerð 214. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201610009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201601120

Erindi varðandi sálfræðiþjónustu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Fundargerð frá 3. október 2016 að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Skólaskrifstofunnar, sem haldinn verður á Borgarfirði 4. nóvember nk.

5.Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 2016

Málsnúmer 201610015

Lögð fram fundarboð vegna aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. 2016.

Bæjarráð samþykkir að veita Árna Kristinssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum sem boðaður er á Skriðuklaustri 2. nóvember n.k. Varamaður hans verði Stefán Bogi Sveinsson.

6.Starfsmannamál

Málsnúmer 201610013

Lagt fram bréf frá Unnari Geir Unnarssyni forstöðumanni menningarmiðstöðvarinnar, þar sem hann segir upp starfi sínu miðað við næstu áramót.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta auglýsa starfið.
Jafnframt er Unnari Geir þökkuð fyrir góð störf hans fyrir sveitarfélagið og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 10:45.