Starfsmannamál

Málsnúmer 201610013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 358. fundur - 10.10.2016

Lagt fram bréf frá Unnari Geir Unnarssyni forstöðumanni menningarmiðstöðvarinnar, þar sem hann segir upp starfi sínu miðað við næstu áramót.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta auglýsa starfið.
Jafnframt er Unnari Geir þökkuð fyrir góð störf hans fyrir sveitarfélagið og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Í bæjarráði var lagt fram bréf frá Unnari Geir Unnarssyni forstöðumanni menningarmiðstöðvarinnar, þar sem hann segir upp starfi sínu miðað við næstu áramót.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að láta auglýsa starfið.
Jafnframt er Unnari Geir þökkuð góð störf hans fyrir sveitarfélagið og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Unnari Geir Unnarssyni forstöðumanni menningarmiðstöðvarinnar, þar sem hann segir upp starfi sínu frá og með næstu áramótum.
Bréfið hefur verið tekið til afgreiðslu í bæjarráði og staðan hefur verið auglýst til umsóknar.

Atvinnu og menningarnefnd þakkar Unnari Geir fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Erindið var tekið fyrir í bæjarstjórn 19.10.