Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 11. fundur - 06.05.2015

Farið yfir fjárhagsáætlun og verkefni næsta árs. Málið tekið aftur til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 12. fundur - 27.05.2015

Fyrir liggja drög og gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016.
Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem heyra undir nefndina, þau Adda Steina Haraldsdóttir, Árni Pálsson, Karen Erla Erlingsdóttir.

Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir tillögur að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016 fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 13. fundur - 26.08.2015

Fyrir liggja gögn vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir gögnin og felur starfsmanni að fara yfir áætlanir stofnana með forstöðumönnum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 14. fundur - 30.09.2015

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2016 og gögn frá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina. Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir 2016 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Einnig lagður fram listi yfir viðhalds- og fjárfestingaverkefni.

Nefndin leggur áherslu á að grunnkeppnisbúnaður vegna fimleika verði skilreindur í eigu íþróttahússins, sbr. bókun bæjarstjórnar 5.1. 2014. Gert verði ráð fyrir kostnaði við þennan búnað úr Eignasjóði árið 2016, sbr. greinargerð vegna úttektar fimleikadeildar Hattar á keppnisbúnaði.

Nefndin leggur áherslu á að stefnt verði að því að koma upp gufubaðsaðstöðu við sundlaugina á Egilsstöðum.

Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni úr Eignasjóði í viðhaldsverkefni á skíðasvæðinu í Stafdal.

Að öðru leyti sem vísast viðhalds- og fjárfestingaáætlunin til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2016, ásamt meðfylgjandi tillögum.