Íþrótta- og tómstundanefnd

13. fundur 26. ágúst 2015 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Beiðni um styrk vegna starfsemi áhugaklúbbs um flugmál

Málsnúmer 201506085

Fyrir liggur bréf dagsett 5. júní 2015, frá formanni Flugklúbbs Egilsstaða, með beiðni um styrk vegna starfsemi áhugaklúbbs um flugmál.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að samningur við Flugklúbb Egilsstaða verði endurnýjaður og framlag sveitarfélagsins verði kr. 100.000 sem takist af lið 06.83. Lögð er áhersla á að klúbburinn standi fyrir kynningu á flugstarfsemi og taki þátt í Ormsteiti eins og áður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Styrkumsókn vegna þátttöku UÍA í Erasmus ungmennaverkefni í Ungverjalandi 7.-16. september 2015

Málsnúmer 201508065

Fyrir liggur bréf frá Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands, dagsett 19. ágúst 2015, með ósk um styrk vegna þátttöku ÚÍA í Erasmus ungmennaverkefni í Ungverjalandi 7.-16. september 2015. Yfirskrift verkefnisins er: Hverngi geta íþróttir og óformlegt nám stuðlað að bættri og aukinni samfélagsþátttöku ungs fólks. Alls er um að ræða níu ungmenni frá Fljótsdalshéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að hópurinn verði styrktur um kr. 50.000 vegna ferðakostnaðar sem tekið verði af lið 06.89. Nefndin leggur til að hópurinn, í samstarfi við tómstunda- og forvarnafulltrúa sveitarfélagsins, haldi kynningu fyrir ungmenni á Fljótsdalshéraði eftir heimkomu, og miðli af reynslu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um styrk vegna þátttöku í ungmennaviku NSU í ágúst 2015

Málsnúmer 201507054

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 22. júlí 2015, frá Rebekku Karlsdóttur, með beiðni um styrk vegna þátttöku hennar í ungmennaviku Nordisk Samorganisasjon for Ungdomsarbeid í Danmörku í ágúst 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um styrk vegna þátttöku í ungmennaviku NSU í ágúst 2015

Málsnúmer 201507063

Fyrir liggur bréf frá Kristjáni Erni Ríkharðssyni, með beiðni um styrk vegna þátttöku hans í ungmennaviku Nordisk Samorganisasjon for Ungdomsarbeid í Danmörku í ágúst 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um styrk

Málsnúmer 201506039

Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 3. júní 2015, frá Eysteini Bjarna Ævarssyni, vegna æfingarferðar hans með U20 ára landsliði Íslands í körfubolta til Finnlands í júní 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að æfingaferðin verði styrkt um kr. 30.000 sem tekin verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Styrkumsókn vegna þátttöku í heimsmeistaramóti í torfæruakstri

Málsnúmer 201508073

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. ágúst 2015, frá Ólafi Braga Jónssyni, með beiðni um styrk vegna þátttöku í heimsmeistaramóti í torfæruakstri í Noregi.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að keppnisferðin verði styrkt um kr. 50.000 sem tekin verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Eftirlitsskýrsla Haust/Fellavöllur og búningsaðstaða við gervigrasvöll

Málsnúmer 201506013

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsett 28. maí 2015, vegna Fellavallar og búningsaðstöðu við gervigrasvöll.

Lögð fram til kynningar.

8.Eftirlitsskýrsla HAUST/Vilhjálmsvöllur-búningsaðastaða

Málsnúmer 201506012

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsett 28. maí 2015, vegna Vilhjálmsvallar og búningsaðstöðu.

Lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð vallaráðs frá 18. júní 2015

Málsnúmer 201506161

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs frá 18. júní 2015.

Lagt fram til kynningar.

10.Greinargerð vegna starfsemi Hesteigendafélagsins Fossgerði fyrir 2015

Málsnúmer 201506150

Fyrir liggur greinargerð frá Hesteigendafélagsinu Fossgerði um rekstur unglingastýja í hesthúsum Fossgerði 2015.

Lagt fram til kynningar.

11.Hreyfivikan 21.-27.september 2015

Málsnúmer 201506176

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 29. júní 2015, frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem vakin er athygli á Hreyfivikunni (Move week)dagana 21. - 27. september n.k. og hvatt til þátttöku í henni. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá UÍA dagsettur 25. ágúst, sama efnis.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár og að framlag til þess verði kr. 50.000 sem verði tekið af lið 06.83.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Starfsemi Íþróttamiðstððvarinnar á Egilsstöðum í vetur

Málsnúmer 201508047

Fyrir liggja tillögur forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum í vetur.

Einnig fylgja með tímatöflur vegna afnota af íþróttahúsinum á Egilsstöðum og í Fellabæ og sundlauginni í vetur.

Þá liggur fyrir tölvupóstur stílaður á forstöðumann íþróttamiðstöðvar, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, með ósk um lán á spinninghjólum og afnot af sundlaug fyrir gesti Heilsueflingar.

Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur forstöðumanns um starfsemi íþróttamiðstöðvarinar í vetur.

Íþrótta og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við að Fjólu Hrafnkelsdóttur verði lánuð nokkur spinninghjól og felur forstöðumanni að gera unm það lánssamning. Nefndin frestar að taka ákvörðun um afnot Heilsueflingar að sundlauginni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Fyrir liggja gögn vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir gögnin og felur starfsmanni að fara yfir áætlanir stofnana með forstöðumönnum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.