Starfsemi Íþróttamiðstððvarinnar á Egilsstöðum í vetur

Málsnúmer 201508047

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 13. fundur - 26.08.2015

Fyrir liggja tillögur forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum í vetur.

Einnig fylgja með tímatöflur vegna afnota af íþróttahúsinum á Egilsstöðum og í Fellabæ og sundlauginni í vetur.

Þá liggur fyrir tölvupóstur stílaður á forstöðumann íþróttamiðstöðvar, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, með ósk um lán á spinninghjólum og afnot af sundlaug fyrir gesti Heilsueflingar.

Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur forstöðumanns um starfsemi íþróttamiðstöðvarinar í vetur.

Íþrótta og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við að Fjólu Hrafnkelsdóttur verði lánuð nokkur spinninghjól og felur forstöðumanni að gera unm það lánssamning. Nefndin frestar að taka ákvörðun um afnot Heilsueflingar að sundlauginni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 14. fundur - 30.09.2015

Fyrir liggur tölvupóstur stílaður á forstöðumann íþróttamiðstöðvar, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, með ósk um lán á spinninghjólum og afnot af sundlaug fyrir gesti Heilsueflingar. Málið vegna afnota af sundlaug var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í að veita viðskiptavinum Heilsueflingar afslátt af sundgjaldi. Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og starfsmanni nefndarinnar falið að koma með hugmynd að útfærslu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 15. fundur - 28.10.2015

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 18. ágúst 2015, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, þar sem óskað er eftir að Heilsuefling geti boðið viðskiptavinum sínum upp á sundkort/miða í sundlaugina á Egilsstöðum á sanngjörnu verði.

Íþrótta- og tómstundanenfd vísar til bókunar við erindi 201510014 hér framar í fundargerð þar sem lagt er til að gjaldskrárfyrirkomulag Héraðþreks og sundlaugar verði tekið til heildar endurskoðunar svo og samningar Íþróttamiðstöðvarinnar við fyrirtæki og stofnanir vegna þreks og sunds. Erindinu er þar af leiðandi hafnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.