Íþrótta- og tómstundanefnd

15. fundur 28. október 2015 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndar eftir að erindi um nafnbreytingu á ungmennahúsinu yrði tekið á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

1.Beiðni um stuðning vegna landsmóts bifhjólafólks 2016

Málsnúmer 201510062

Fyrir liggur bréf dagsett 25. september, undirritað af Ólöfu Sigurbjartsdóttur, f.h. Goða bifhljólaklúbbs, þar sem óskað er eftir stuðningi vegna landsmóts bifhjólafólks árið 2016.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Goði bifhjólaklúbbur verði styrktur um kr. 80.000 sem verði tekið af lið 06.89 á áætlun 2016, vegna landsmóts bifhjólafólks. Vegna beiðni um slátt og snyrtingu á tjaldsvæðinu á Iðavöllum vísar nefndin því til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um styrk og samstarf vegna námskeiðs í grasvallafræðum

Málsnúmer 201510111

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. október 2015, frá Kára Jósefssyni, þar sem óskað er eftir stuðningi við að senda starfsmann Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs á námskeið í grasvallafræðum.

Íþrótta og tómstundanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201509104

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar, dagsett 24. september 2015, undirrituð af Hafsteini Jónassyni. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Á þessum tímapunkti er ekki hægt að verða við erindinu þar sem fjárveitingar nefndarinnar á árinu eru búnar. Málið verður áfram til skoðunar m.a. vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Óskað er eftir að fulltrúi körfuknattleiksdeildarinnar mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 1. október 2015, með óskum um svör við spurningum um, annars vegar, hvort ekki sé tímabært að bjóða út rekstur Héraðsþreks og hins vegar, um aðskilnað gjaldskrár Héraðsþreks og sundlaugar.

Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 12. október 2015, þar sem spurt er út í afslætti starfsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja af kortum í Héraðsþrek, forsendur þeirra og samkeppnissjónarmið.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrárfyrirkomulag Héraðþreks og sundlaugar verði tekið til heildar endurskoðunar. Samningar Íþróttamiðstöðvarinnar vegna þreks og sunds verði jafnframt teknir til endurskoðunar.

Varðandi útboð á rekstri Héraðsþreks þá hefur engin ákvörðun verið tekin um breytingu á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Héraðsþreks. Starfsmanni falið að senda Fjólu Hrafnkelsdóttur svarbréf sem lá fyrir á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum í vetur

Málsnúmer 201508047

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 18. ágúst 2015, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, þar sem óskað er eftir að Heilsuefling geti boðið viðskiptavinum sínum upp á sundkort/miða í sundlaugina á Egilsstöðum á sanngjörnu verði.

Íþrótta- og tómstundanenfd vísar til bókunar við erindi 201510014 hér framar í fundargerð þar sem lagt er til að gjaldskrárfyrirkomulag Héraðþreks og sundlaugar verði tekið til heildar endurskoðunar svo og samningar Íþróttamiðstöðvarinnar við fyrirtæki og stofnanir vegna þreks og sunds. Erindinu er þar af leiðandi hafnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Endurnýjun á gervigrasvöllum

Málsnúmer 201510135

Fyrir liggja ýmsar skýrslur og önnur gögn er varða hugsanleg heilsufarsleg áhrif fyllingarefna úr gúmmíi í gervigrasvöllum.

Unnið hefur verið að öflun upplýsinga um mismunandi gervigrasteppi og fyllingarefni í þau. Einnig er verið að afla upplýsinga um kostnað vegna grasteppa og ólíkra efna sem notuð eru sem fyllingarefni. Þar sem beðið er ítarlegri upplýsingar frá söluaðilum verður málið tekið aftur til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Körfuboltaspjald í sundlaugina

Málsnúmer 201510068

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 9. október 2015, þar sem lagt er til að eitt körfuboltaspjald sé sett upp í sundlauginni til að auka fjölbreytninga fyrir krakka.

Íþrótta og tómstundanefnd felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar að skoða kaup á körfuboltaspjaldi og öðrum leiktækjum fyrir sundlaugina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Málsnúmer 201510037

Fyrir liggja ályktanri frá aðalfundi SSA 2015, sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 12. október 2015 að vísa til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til upplýsinga og umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

9.Breyting á nafni Veghússins ungmennahúss

Málsnúmer 201510155

Fyrir liggur bréf frá Öddu Steinu Haraldsdóttur tómstunda og forvarnafulltrúa og forstöðumanni Vegahússins, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta nafni Vegahússins, ungmennahúss í kjölfar hugmyndasamkeppni.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að forstöðumaður Vegahússins verði heimilað að efna til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á stofnuninni.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.