Endurnýjun á gervigrasvöllum

Málsnúmer 201510135

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 15. fundur - 28.10.2015

Fyrir liggja ýmsar skýrslur og önnur gögn er varða hugsanleg heilsufarsleg áhrif fyllingarefna úr gúmmíi í gervigrasvöllum.

Unnið hefur verið að öflun upplýsinga um mismunandi gervigrasteppi og fyllingarefni í þau. Einnig er verið að afla upplýsinga um kostnað vegna grasteppa og ólíkra efna sem notuð eru sem fyllingarefni. Þar sem beðið er ítarlegri upplýsingar frá söluaðilum verður málið tekið aftur til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 16. fundur - 11.11.2015

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015.

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sparkvellina þrjá á Fljótsdalshéraði til skoðunar m.t.t. ástands á grasmottum þeirra og líftíma.

Íþrótta og tómstundanefnd mælist til, m.a vegna nýlegra breytinga á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga frá 29. október 2015, að leitað verði leiða til að skipta um fyllingarefni á gervigrasvöllum sveitarfélagsins.

Nefndin hefur upplýsingar um að KSÍ er að kanna hvort sambandið geti aðstoðað sveitarfélögin við að skipta um gervigras á sparkvöllum landsins. Í því ljósi leggur nefndin til að beðið verði niðurstöðu KSÍ og umhverfis- og framkvæmdanefnd taki málið til umfjöllunar þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og vísa málinu til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sparkvellina þrjá á Fljótsdalshéraði til skoðunar m.t.t. ástands á grasmottum þeirra og líftíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umsjónamanni fasteigna að afla upplýsinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sparkvellina þrjá á Fljótsdalshéraði til skoðunar m.t.t. ástands á grasmottum þeirra og líftíma.
Málið var áður á dagskrá 25.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að kalla eftir úttekt á gerfigrasvöllunum, með tilliti til viðhalds og kostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.