Íþrótta- og tómstundanefnd

16. fundur 11. nóvember 2015 kl. 17:00 - 21:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Endurnýjun á gervigrasvöllum

Málsnúmer 201510135

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015.

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sparkvellina þrjá á Fljótsdalshéraði til skoðunar m.t.t. ástands á grasmottum þeirra og líftíma.

Íþrótta og tómstundanefnd mælist til, m.a vegna nýlegra breytinga á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga frá 29. október 2015, að leitað verði leiða til að skipta um fyllingarefni á gervigrasvöllum sveitarfélagsins.

Nefndin hefur upplýsingar um að KSÍ er að kanna hvort sambandið geti aðstoðað sveitarfélögin við að skipta um gervigras á sparkvöllum landsins. Í því ljósi leggur nefndin til að beðið verði niðurstöðu KSÍ og umhverfis- og framkvæmdanefnd taki málið til umfjöllunar þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201509104

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar, dagsett 24. september 2015, undirrituð af Hafsteini Jónassyni. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015.
Á fundinn undir þessum lið mætti Hafsteinn Jónasson fulltrúi körfuknattleiksdeildarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að körfuknattleiksdeild Hattar leiki nú í efstu deild. Umfjöllun um liðið og sveitarfélagið er af þessu tilefni töluvert í fjölmiðlum.
Nefndin leggur til að deildinni verði veittur auglýsingastyrkur að upphæð kr. 250.000 sem verði tekin af lið 0689.
Starfsmanni falið að gera samning við deildina um málið og leggja fyrir næsta fund.

Málið verður tekið aftur til umfjöllunar í upphafi næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035

Fyrir liggja samningar við eftirfarandi félög sem renna út í lok þessa árs: Ásinn, Þristinn, Start, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs, Héraðsskáta, Skotfélag Austurlands, Hött og Hött rekstrarfélag.
Á fundinn undir þessum lið mættu Kristján Guðþórsson og Gunnlaugur Guðjónsson.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að formanni og starfsmanni verði falið að gera drög að nýjum samningum við þessi félög og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:00.