Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9. september 2015. Einnig ársreikningur 2014 og milliuppgjör fyrir 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir meðfylgjandi fjárfestingaáætlun, fyrir 2015-2016, sem sett var fram af fulltrúum sveitarfélaganna í samráðsnefnd. Áætluninni vísað til unmhverfis- og framkvæmdanefndar.
Fyrir liggja drög að breytingum á samningi um stuðning við afreksfólk í íþróttum.
Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að samningurinn nái til allra íþróttafélaga á Fljótsdalshéraði sem eru aðilar að UÍA. Miðað verði við að þrjátíu einstaklingar geti á ársgrundvelli nýtt sér þennan stuðning.
Fyrir liggja skýrslur um notkun gúmmíkurls á gervigrasvöllum.
Íþrótta og tómstundanefnd hefur kynnt sér skýrslur um notkun gúmmikurls á gervigrasvöllum og hugsanlega áhættu af notkun þess. Nefndin mun fylgjast frekar með málinu. Fyrir liggur að kaupa þarf viðbótar gúmmíkurli í Fellavöllinn árið 2017 og leggur nefndin til að þá verði metið hvort skipta þarf um tegund á gúmmíkurli.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2016 og gögn frá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina. Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir 2016 og vísar henni til bæjarstjórnar.
Einnig lagður fram listi yfir viðhalds- og fjárfestingaverkefni.
Nefndin leggur áherslu á að grunnkeppnisbúnaður vegna fimleika verði skilreindur í eigu íþróttahússins, sbr. bókun bæjarstjórnar 5.1. 2014. Gert verði ráð fyrir kostnaði við þennan búnað úr Eignasjóði árið 2016, sbr. greinargerð vegna úttektar fimleikadeildar Hattar á keppnisbúnaði.
Nefndin leggur áherslu á að stefnt verði að því að koma upp gufubaðsaðstöðu við sundlaugina á Egilsstöðum.
Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni úr Eignasjóði í viðhaldsverkefni á skíðasvæðinu í Stafdal.
Að öðru leyti sem vísast viðhalds- og fjárfestingaáætlunin til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
8.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins
Fyrir liggur tölvupóstur stílaður á forstöðumann íþróttamiðstöðvar, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, með ósk um lán á spinninghjólum og afnot af sundlaug fyrir gesti Heilsueflingar. Málið vegna afnota af sundlaug var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í að veita viðskiptavinum Heilsueflingar afslátt af sundgjaldi. Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og starfsmanni nefndarinnar falið að koma með hugmynd að útfærslu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.