Íþrótta- og tómstundanefnd

14. fundur 30. september 2015 kl. 17:00 - 21:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Jóhann Gísli Jóhannsson tilkynnti forföll með stuttum fyrirvara og varamenn gátu ekki mætt á fundinn.

1.Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum í vetur

Málsnúmer 201508047

Fyrir liggur tölvupóstur stílaður á forstöðumann íþróttamiðstöðvar, frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, með ósk um lán á spinninghjólum og afnot af sundlaug fyrir gesti Heilsueflingar. Málið vegna afnota af sundlaug var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í að veita viðskiptavinum Heilsueflingar afslátt af sundgjaldi. Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og starfsmanni nefndarinnar falið að koma með hugmynd að útfærslu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundur samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 9. september 2015

Málsnúmer 201509061

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9. september 2015. Einnig ársreikningur 2014 og milliuppgjör fyrir 2015.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir meðfylgjandi fjárfestingaáætlun, fyrir 2015-2016, sem sett var fram af fulltrúum sveitarfélaganna í samráðsnefnd. Áætluninni vísað til unmhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundur vallaráðs 8. september 2015

Málsnúmer 201509049

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs frá 8. september 2015.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Gjaldskrá fyrir félagsmiðstöðina Nýung

Málsnúmer 201509093

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá félagsmiðstöðvarinnar Nýungar vegna afmælishalds í húsinu og gistingu íþróttahópa ungmenna.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Þrekstuðningur við afreksfólk í íþróttum

Málsnúmer 201509091

Fyrir liggja drög að breytingum á samningi um stuðning við afreksfólk í íþróttum.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að samningurinn nái til allra íþróttafélaga á Fljótsdalshéraði sem eru aðilar að UÍA. Miðað verði við að þrjátíu einstaklingar geti á ársgrundvelli nýtt sér þennan stuðning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Styrkbeiðni frá Körfuknattleikdsdeild Hattar

Málsnúmer 201509104

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar, dagsett 24. september 2015, undirrituð af Hafsteini Jónassyni.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Fellavöllur

Málsnúmer 201509105

Fyrir liggja skýrslur um notkun gúmmíkurls á gervigrasvöllum.

Íþrótta og tómstundanefnd hefur kynnt sér skýrslur um notkun gúmmikurls á gervigrasvöllum og hugsanlega áhættu af notkun þess. Nefndin mun fylgjast frekar með málinu. Fyrir liggur að kaupa þarf viðbótar gúmmíkurli í Fellavöllinn árið 2017 og leggur nefndin til að þá verði metið hvort skipta þarf um tegund á gúmmíkurli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2016 og gögn frá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina. Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir 2016 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Einnig lagður fram listi yfir viðhalds- og fjárfestingaverkefni.

Nefndin leggur áherslu á að grunnkeppnisbúnaður vegna fimleika verði skilreindur í eigu íþróttahússins, sbr. bókun bæjarstjórnar 5.1. 2014. Gert verði ráð fyrir kostnaði við þennan búnað úr Eignasjóði árið 2016, sbr. greinargerð vegna úttektar fimleikadeildar Hattar á keppnisbúnaði.

Nefndin leggur áherslu á að stefnt verði að því að koma upp gufubaðsaðstöðu við sundlaugina á Egilsstöðum.

Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni úr Eignasjóði í viðhaldsverkefni á skíðasvæðinu í Stafdal.

Að öðru leyti sem vísast viðhalds- og fjárfestingaáætlunin til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Lagðar fram til kynningar reglur, sem staðfestar voru á fundi bæjarstjórnar 16. septembeer 2015, um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 21:15.