Hreyfivikan 21.-27.september 2015

Málsnúmer 201506176

Íþrótta- og tómstundanefnd - 13. fundur - 26.08.2015

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 29. júní 2015, frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem vakin er athygli á Hreyfivikunni (Move week)dagana 21. - 27. september n.k. og hvatt til þátttöku í henni. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá UÍA dagsettur 25. ágúst, sama efnis.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár og að framlag til þess verði kr. 50.000 sem verði tekið af lið 06.83.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 29. júní 2015, frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem vakin er athygli á Hreyfivikunni (Move week)dagana 21. - 27. september n.k. og hvatt til þátttöku í henni. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá UÍA dagsettur 25. ágúst, sama efnis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár og að framlag til þess verði kr. 50.000, sem verði tekið af lið 06.83.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.