Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. mars 2015, frá Degi Skírni Óðinssyni, fyrir hönd minningarsjóðs um Pétur Kjerúlf, þar sem boðinn er stuðningur við uppbyggingu frisbígolfaðstöðu í Tjarnargarðinum.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir höfðinglegt boð sem stuðning við uppbyggingu frisbígolfvallar í Tjarnargarðinum. Nefndin vísar að öðru leyti til erindis 201504030 á dagskrá fundarins, en málið verður aftur til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. mars 2015, frá Degi Skírni Óðinssyni, fyrir hönd minningarsjóðs um Pétur Kjerúlf, þar sem boðinn er stuðningur við uppbyggingu frisbígolfaðstöðu í Tjarnargarðinum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrir höfðinglegt boð um stuðning við uppbyggingu frisbígolfvallar í Tjarnargarðinum. Vísað er að öðru leyti til erindis 201504030 á dagskrá fundarins, en málið verður aftur til afgreiðslu á næsta fundi íþrótta- og tómstundanefndar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir höfðinglegt boð sem stuðning við uppbyggingu frisbígolfvallar í Tjarnargarðinum. Nefndin vísar að öðru leyti til erindis 201504030 á dagskrá fundarins, en málið verður aftur til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.