Atvinnu- og menningarnefnd

27. fundur 10. desember 2015 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Þórarinn Páll Andrésson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Fundurinn hófst í Safnahúsinu þar sem forstöðumenn safnanna þriggja sögðu stuttlega frá söfnunum og kynntu aðstöðu safnanna. Þeim síðan þakkaðar góðar mótttökur.
Að þessu loknu héldu nefndarmenn fundinum áfram að Lyngási 12. Þar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið inn á fundinn, sem er númer 10, og var það samþykkt samhljóða.

1.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015

Málsnúmer 201511039Vakta málsnúmer

Fyrir lá til kynningar fundargerð aðlafundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn var 25. nóvember 2015.

2.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns 25.11.2015

Málsnúmer 201511102Vakta málsnúmer

Fyrir lá til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 25. nóvember 2015.

3.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands 14. september 2015

Málsnúmer 201511025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá forstöðumanni Minjasafns Austurlands, dagsettur 6. nóvember 2015, með fundargerð stjórnar Minjasafnsins frá 14. september 2015 og fjárhagsáætlunargögnum.

Lagt fram til kynningar.

4.Galtastaðir fram

Málsnúmer 201506073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað, dagsett 17. nóvember 2015, frá Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, forstöðumanni Minjasafns Austurlands, vegna fundar hennar með fulltrúa Þjóðminjasafns Íslands, um Galtastaði fram.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að forstöðumaður Minjasafns Austurlands undirbúi fund með nefndinni, fulltrúa Þjóðminjasafnsins og Minjasafns Austurlands um mögulegt samstarf um leiðir til að efla Galtastaði fram sem einn af áhugaverðum áfangastöðum í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um styrk til tónleikahalds

Málsnúmer 201511053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk, frá Erlu Dóru Vogler, dagsett 12. nóvember 2015, til að halda tónleika með jólalögum í nýju húsnæði aldraðra á Egilsstöðum í desember.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar afrit af bréfi frá Hjörleyfi Guttormssyni til Minjastofnunar Íslands, dagsett 4. nóvember 2015, þar sem lagt er til að Læknisbústaðurinn á Hjaltastað verði friðlýstur.

Einnig liggur fyrir til kynningar afrit af svarbréfi forsætisráðuneytisins við erindi Hjörleifs þar sem fram kemur að ríkur áhugi er fyrir að fylgjast áfram með þessu máli.

7.Auknir möguleikar í millilandaflugi, skýrsla október 2015

Málsnúmer 201511056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar skýrslan Auknir möguleikar í millilandaflugi sem unnin var á vegum Forsætisráðuneytisins. En starfshópurinn sem vann skýrsluna hafði það hlutverk að gera tillögur að því hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar þeim niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni forsætisráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Atvinnumálaráðstefna 2016

Málsnúmer 201512024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar og hugmyndir um atvinnumálaráðstefnu sem fyrirhugað er að halda á fyrrihluta næsta árs. Málið er enn í vinnslu.

9.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar og umræðu drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Málið er áfram í vinnslu.

10.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

Málsnúmer 201402191Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 10. desember 2015, undirritað af starfandi þjóðgarðsverði austursvæðis og formanni svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélaga og Austurbrúar um uppbyggingu upplýsingamiðstöðva og þá sérstaklega í Möðrudal.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.