Erindi dagsett 03.06.2015 þar sem Héraðsverk ehf. krefst þess að úthlutun lóðarinnar Miðás 39, verði afturkölluð. Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að rétt hafi verið staðið að úthlutun lóðarinnar að Miðási 39 og hafnar því kröfunni um afturköllun úthlutunarinnar.
Erindi dagsett 23.11.2015 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir kt. 680388-1489 f.h. Héraðsverks ehf. fer fram á að fá tilkynningu um afgreiðslu máls er varðar athugasemdir við úthlutun lóðarinnar að Miðási 39, og jafnframt að fá afhent það lögfræðiálit sem sú ákvörðun nefndarinnar byggir á.
Málið lagt fram til kynningar. Umbeðin gögn hafa þegar verið send Héraðsverki.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og leita álits lögfræðings.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.