Erindi innskráð 09.06.2015 þar sem Sigríður Fr.Halldórsdóttir og Hjálmar Jóelsson f.h. Ússuhópsins, sem er áhugahópur um að halda minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara á lofti, setja fram hugmynd um að leggja/lagfæra göngustíg að Sigfúsarlundi og merkja hann þannig að bæði heimamenn og ferðamenn megi hafa nokkurt gagn og gaman af. Fyrir liggur loftmynd sem sýnir hugmynd um legu göngustígs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hugmyndina fyrir hagsmunaaðilum.
Erindi innskráð 09.06. 2015 þar sem Sigríður Fr. Halldórsdóttir og Hjálmar Jóelsson, f.h. "Ússuhópsins" sem er áhugahópur um að halda minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara á lofti, setja fram hugmynd um að leggja/lagfæra göngustíg að Sigfúsarlundi og merkja hann þannig að bæði heimamenn og ferðamenn megi hafa nokkurt gagn og gaman af. Fyrir liggur loftmynd sem sýnir hugmynd um legu göngustígs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hugmyndina fyrir hagsmunaaðilum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hugmyndina fyrir hagsmunaaðilum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.